Fræðslu- og æskulýðsnefnd

19.06.2012 00:00


Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 19.6.2012 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Gísli Gunnar Oddgeirsson var fjarverandi. Einnig sátu fundinn Birna Friðriksdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla, Stefán Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskóla og Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi starfsfólks skóla.  Margrét setur fundinn og stjórnar honum, Fjóla ritar fundargerð.

1. Leikskólahluti.  Hólmfríður Hermannsdóttir fór yfir stöðu leikskólans; 
Vel gengur í leikskólanum og starfsmannamálin eru í góðu máli sem stendur. Ráða verður þó starfsmenn þegar starfsmenn leikskólans fara í fæðingarorlof.  Tengibyggingin við leikskóla sem ráðgert var að fara í er búið að fresta vegna mikils kostnaðar. Funda á með starfsfólki leikskólans og finna leiðir til að bæta húsnæðisvanda leikskólans. Verið er að vinna í námskrá leikskólans. Leikskólastjóri greindi frá því að síðasti vetur hafi verið erfiður að því leitinu til að mikið var um ung börn í aðlögun.  Erfitt er að halda uppi faglegu starfi þegar alltaf er að koma nýtt barn í aðlögun.  Lausnin á því gæti verði að taka inn börn fleiri í einu og hafa þá t.d. þrjá inntökutíma á ári. Með því verður auðveldara að halda uppi faglegu starfi sérstaklega með eldri börnin sem aðeins týnast í þessu. 


2. Sameiginlegur hluti.
Stefnt að því að halda sameiginlegt skyndihjálparnámskeið næsta haust, fyrir starfsmenn skóla og leikskóla.  Skoða á samstarf með skólavistun fyrir næsta vetur með svipuðu sniði og var í vetur.
 

3. Grunnskólahluti.
Starfið í vetur
Allt gekk vel.  Reglulega fundað með kennurum, samskólastjórum og nemendaverndarráði.  Fengum Grænfána þann 13. okt.  Lýðheilsustöðvarverkefnið hefur runnið sitt skeið og nú höfum við ákveðið að fara í verkefnið “heilsueflandi skóli” næsta haust.  Útiskólinn var í 1.-8. bekk og gekk vel.  Utanskólavalið gekk mjög vel og var ánægja með það.  Val á unglingastigi var líka fjölmiðlafræði, skólahreysti og heimanám.
            a)  skólaskýrsla lögð fram.  Flett í gegnum hana. En hún verður aðgenileg á heimasíðu skólans.
            b)  Sjálfsmatsskýrsla lögð fram. Flett í gegnum hana.  Starfsmenn skólans eru alment ánægðir með þetta fyrirkomulag að leggja fram sjálfsmat fyrir nemendur og foreldra. Ánæga er einnig meðal foreldra samkvæmd könnun sem lögð var fyrir foreldra.
         

Næsti vetur
  Stefna er á hafa heilsueflandi skóla á  næstaskólaári  og ætlar Stefán Guðnasson að stýra þessu verkefni.  Einnig á að veita fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengi.
            a)  skóladagatal.  Lagt fram.  Fræsk, Samþykkir skóladagatal 2012 – 2013.
            b)  Stundafjöldi.  Það verða um 62 nemendur í skólanum, 5 námshópar.  Yngsta stigið verður í 30 kst/viku en mið- og unglingastig í 35 kst/viku.
Kenndir verða 195 (213 núna, áður 204) nemendatímar og farið er fram á að fá 41 stuðningstíma til viðbótar (voru 31), þar af 8 tíma í námsveri.  Af þessum stuðningstímum eru ca. 30 tímar í kennslu fatlaðra nemenda.
            Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á tímafjölda einstakra greina, íslenskutímum fjölgað hjá yngri, enskutímum fjölgað í 8. bekk, íþróttatímum fjölgað hjá eldri.  Stærðfræðitímum fækkað hjá eldri.
            c)  Valgreinar. Það verða  2 tíma á viku í sk. utanskólaval, þar sem nemendur eru við nám og störf utan skólans.  Svo verða tvær valgreinar innan skólans.  Nemendur á unglingastigi velja í sumar, þá er sendur tölvupóstur heim.
            d)  Skólaakstur.  Næsta vetur verður ein heimferð með skólabílnum 5 daga.

Starfsmannamál
Stefán fer í fæðingarorlof í tvær vikur í september og stefnt er á að leysa það innan skólans. 
Sigríður Haralds verður í námsleyfi í vetur og Þorgeir Rúnar Finnsson hefur verið ráðinn í hennar stað. 
Guðfinna hefur beðið um ársleyfi og starf hennar hefur verið auglýst.  Umsóknarfrestur er til 20.júní.
Sigurður Þengilsson er hættur störfum og Margrét Ösp mun kenna hlutastarf í stæ og nát á unglingastigi.
Kidda sagði upp störfum og Sólveig Kristjánsdóttir hefur verið ráðin.  Sólveig er líka ráðin til að sinna liðveislu og sjá um eitthvað af þrifum.  Hrönn og Kristín munu einnig sinna liðveislu, sem mest er í 1. bekk. Enn er skólavistunarstaðan óráðstöfuð, búið að auglýsa stöðuna en ekkert gengur.

Önnur mál:
Margrét Ösp ætlar að ganga úr FRÆSK þar sem hún er að fara kenna í Grenivíkurskóla. Sigurbjörn Jakobsson núverandi varaformaður FRÆSK kemur til með að vera formaður FRÆSK.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 20.00