Fræðslu- og æskulýðsnefnd

07.03.2012 00:00

Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 7.3.2012 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Gísli Gunnar Oddgeirsson boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Birna Friðriksdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla, Stefán Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskóla, Inga María Sigurbjörnsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að kalla varamann í hennar stað.  Margrét setur fundinn og stjórnar honum Fjóla ritar fundargerð

1.  Leikskólahluti 
Hólmfríður Hermannsdóttir fór yfir stöðu leikskólans;  það vantar starfsmann í 20% vinnu en staðan er þó betri en síðustu mánuði þar sem ungu börnin eru farin að aðlagast og starfið komið í fastar skorður.  Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi þannig að skrifstofa leikskólastjóra er komin í Krummasel og meira rými fyrir leiksvæði.  Hólmfríður greindi frá væntalegum byggingarframkvæmdum við leikskóla sem áætlað er að hefjist í sumar. En það á að stækka leikskóla og bæta aðstöðu barna og starfsfólks. Ný starfslýsing matráðs er að taka gildi og er búið að samþykkja hana af sambandi íslenskra sveitafélaga og sveitastjórn Grýtubakkahrepps. Hólmfríður greindi frá námskeiði sem starfsfólk leikskólans er að fara á „tákn með tali“. Einnig kom fram að skortur væri orðinn á leikföngum.  Leikskólinn er fullsetinn. 
Farið var yfir „yfirlit yfir skyldur og ábyrgð sveitarfélaga og nefndar sem fer með málefni leikskólans í umboði sveitarstjórnar samkvæmt lögum um leikskóla“. Stefnt að því að klára þessa yfirferð á næsta fundi.

2. Sameiginlegur hluti 
Ásta og Hólmfríður greindu frá samvinnu milli skólastiga, eins og danskennslu, tónlistarkennslu og fleiru. Skólavistun var rædd. Fjallað um skyndihjálparnámskeið sem Hólmfríður og Ásta ætla að skipuleggja sameiginlega.

3. Grunnskólahluti
Ásta greindi frá fjölgun nemenda en nú eru nemendur 63 og útlit er  fyrir að nemendur  verði um  67  á næsta ári. Það verða einhverjar hreyfingar á starfsmannamálum í skólanum næsta vetur og útlit fyrir að allar stöður verði mannaðar af kennurum. Verið er að vinna í nýrri námskrá sem mun eitthvað breyta kennslu næsta árs, komið hafa upp hugmyndir meðal annars um að lengja kennslustundir en þetta er allt í vinnslu. Stefnt  að því að leggja skóladagatalið fyrir í apríl.
Farið var yfir „yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla“. Stefnt að því að klára þessa yfirferð á næsta fundi.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 22:15.