Fræðslu- og æskulýðsnefnd

23.09.2010 00:00

Framhaldsfundur Fræðslu og æskulýðsnefndar 23. september 2010

Mættir eru nefndarmennirnir Fjóla Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson. Einnig sitja fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hermann Gunnar Jónsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi starfsfólks kennara.

a) Umræða um skólastarfið.
- Farið yfir Grænfánaverkefnið, og er mikil ánægja með hvernig tekist hefur til og er það að skila sér inn á heimilin, sést það á fjölda endurvinnslutunna við heimili Grýtubakkahrepps.

b) Skipulag skólastarfs.
- Farið yfir skóladagatal 2010 - 2011.
-  Vorskemmtun verður í febrúar vegna þess hve páskarnir eru seint í apríl.
- Farið verður í endurmenntunarferð kennara til Kanada að loknu skólaári.
- Farið yfir stundafjölda í Grenivíkurskóla 2010 - 2011.

c) Starfsmannamál.
- Skólastjóri lýsir ánægju með starfsfólk skólans.
- Skólastjóri lýsir áhyggjum yfir fækkun barna í skólanum, sex börnum færra á þessu skólaári.

d) Gjöf.
- Skólastjóri brosir hringinn yfir höfðinglegri gjöf frá Sænesi ehf. sem kom færandi hendi með stórt og mikið píanó.

Fundi slitið kl. 17:55.

Gísli Gunnar Oddgeirsson ritaði fundargerð og samþykkt að hún verði send í tölvupósti til samþykktar.

Fundargerð samþykkt með tölvupósti.