Fræðslu- og æskulýðsnefnd

08.09.2010 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 8. september 2010

Mættir eru nefndarmennirnir Fjóla Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Einnig sitja fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi starfsfólks kennara, Sólveig Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Bára Bergvinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Birna Kristín Friðriksdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn er haldinn á kennarastofu Grenivíkurskóla kl. 20:00 og eru gjörðir fundarins eftirfarandi:

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Lögð var fram tillaga um að formaður verði Margrét Ösp Stefánsdóttir, varaformaður verði Sigurbjörn Þór Jakobsson og að ritari verði Gísli Gunnar Oddgeirsson. Tillagan skoðaðist samþykkt.
Formaður: Margrét Ösp Stefánsdóttir, Varaformaður: Sigurbjörn Jakobsson, Ritari : Gísli Gunnar Oddgeirsson.

2.  Leikskólahluti.
 a) Starfið. Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir starf leikskólans og sagði frá helstu málum. Eldhústæki eru að syngja sitt síðasta og eru tölvumál leikskólans í ólestri, starfsmaður leikskólans ætlar að útvega fartölvu í bili. Erfitt er að taka við fleiri vögnum sökum aðstöðuleysis. Hólmfríður óskar eftir snjómokstri frá hliði að útihurð, allir nefndarmenn taka undir þessa tillögu og beina því til sveitastjórnar að finna úrlausn á þessu máli.
 b) Starfsmannamál. Hólmfríður er ánægð með að það eru 3 leikskólakennarar við störf, búið er að ráða í afleysingar og er leikskólinn fullmannaður. Erfitt er að bæta við fleiri börnum á leikskólann án þess að ráða starfsmann.

3.  Sameiginlegur hluti leik- og grunnskóla.
a) Skólastefna. Vinna við skólastefnu er hafin. Vinnufundur er áætlaður hjá Fræðslu- og æskulýðsnefnd um Skólastefnu fyrir sveitarfélagið og verður hann haldinn fimmtudaginn 7. okt. 2010 kl 17:00. Tillögur fundarins verða bornar undir formlegan fund hjá fræðslu- og æskulýðsnefnd.

4.  Grunnskólahluti.
a) Umræða um skólastarfið.
- Skólastjóri er að vinna við að stofna skólaráð eins og gerð er krafa um í Grunnskólalögum, og er vinna við það hafin. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
- Skólastjóri ræddi sjálfsmat skólans og fór vel yfir hana. Könnun var gerð á einelti í Grenivíkurskóla frá 3. - 10. bekk, mjög gott framtak til að taka fastar á einelti. Var þessi könnun fyrirbyggjandi aðgerð.
- Skólastjóri lagði fram skólaskýrslu fyrir skólaárið 2009-2010. Var nefndarmönnum afhent skýrsla til fróðleiks.

Fundi slitið kl. 21:20 vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Boðað mun verða til annars fundar sem fyrst til að ljúka grunnskólahlutanum.
 Gísli Gunnar Oddgeirsson ritaði fundargerð og ákveðið var að hún verði send í tölvupósti til samþykktar.

Fundargerðin samþykkt með tölvupósti.