Fræðslu- og æskulýðsnefnd

18.06.2009 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 18. júní 2009

Mættir voru nefndarmennirnir Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Sigurlaug Sigurðardóttir. Fjarverandi var Þorsteinn Friðriksson og ekki náðist að boða varamann. Einnig sátu fundinn Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Kristjánsdóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans, Birna Friðriksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Ásta F. Flosadóttir skólastjóri. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn var haldinn í Gamla skóla kl. 17:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:
 
1.  Leikskólahluti
a) Starfið.
Afleysingar hafa fengist í sumar hjá leikskólanum. Nokkur börn eru hætt sem fara í grunnskólann í haust og þrjú eins árs börn byrja í leikskólanum á haustdögum.
Vinna við námskrá leikskólans gengur nokkuð vel en aðallega á eftir að lagfæra stefnuna og mun það klárast á næsta ári. Aðrir þættir eru fullunnir en þar sem leikskólastjóra finnst best að hafa kennara með í stefnumótuninni þá verður hún ekki fullgerð fyrr en að loknu fæðingarleyfi þeirra.
b)  Viðhald. Leikskólastjóri sagði frá því að það þyrfti að mála gluggana að utan og nefndi annað smálegt sem þarf að dytta að. Einnig endurvakti hann umræður frá síðasta fundi varðandi það að fjarlægja girðingu bak við leikskólann. Guðný ætlar að skoða sig um norðanhúss næst þegar hún á leið í leikskólann, fyrir hönd fræðslu- og æskulýðsnefndar.
c)   Starfsmannamál. Frá 1. júní er staða matráðs 50% og er vinnutíminn frá kl. 9-13. Er sú breyting helst að nú eru vörur pantaðar úr Jónsabúð og sendar í skólann. Á eftir að koma betur í ljós hvernig það muni ganga en byrjunin lofar góðu. Einnig þarf að auka hillupláss við þessar breytingar og verður það gert fyrir haustið. Ekki er alveg komið á hreint hvernig starfsmannamálum verður háttað í haust en það mun örugglega koma í ljós í ágúst.

2.  Skólastefna.
a) Skólastefna. Leikskólastjóri og skólastjóri Grenivíkurskóla hafa ákveðið að festa fundartíma í haust og vinna að sameiginlegri skólastefnu.
Hugur, hönd og heimabyggð munu verða útgangspunktar í nýju stefnunni.

3.  Grunnskólahluti
a) Umræða um skólastarfið.
- Skólastarf hefur gengið vel og hefur mikið verið fundað innan skólans og milli samskólanna.
b)  Næsti vetur.
- Skóladagatal. Skólastjóri lagði fyrir skóladagatal og samþykkir fræðslu- og æskulýðsnefnd dagatalið með fyrirvara um mögulegar lagabreytingar í sumar.
- Stundaskrá. Skólastjóri lýsti því ferli sem er í kringum stundaskrá m.t.t. viðmiðunarstundaskrár. Skólastjóri lagði fram kennsluskipulag næsta vetrar þar sem gert er ráð fyrir að kenndir verði 198 nemendatímar og 36 stuðningstímar á viku. Fræðslu- og æskulýðsnefnd samþykkir kennsluskipulagið og beinir erindinu áfram til sveitarstjórnar til samþykktar.
- Skólaakstur. Fækkað verður heimferðum skólabíls niður í eina á dag.
 c)  Starfsmannamál.
- Skólastjóri sagði frá því að skólinn verði fullmannaður af fagfólki næsta vetur.

Fundi slitið kl. 18:17.
Margrét Ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð og samþykkt að hún verði send í tölvupósti til samþykktar.

Fundargerðin samþykkt með tölvupósti.