Fræðslu- og æskulýðsnefnd

05.03.2008 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 5. mars 2008

Mættir voru nefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Þorsteinn Friðriksson.  Einnig sátu fundinn Valdimar Víðisson skólastjóri, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Margrét Ósk Hermannsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla og Edda Björnsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.  Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri boðaði forföll.
Fundurinn var haldinn í Grenivíkurskóla kl. 20:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:

Sameiginlegur fundur:

1. Frumvörp til laga um leik- og grunnskóla
Leikskólastjóri tók saman athugasemdir um frumvarp til leikskólalaga og sendi í tölvupósti á nefndarmenn og fulltrúa. Fundurinn tók þær fyrir og ræddi og lýsir yfir ánægju sinni með þær athugasemdir. 
Skólastjóri fór yfir helstu atriðin er varða frumvarp til grunnskólalaga. Hann benti á ákveðin atriði sem valda því að litlir skólar þurfa að aðlaga sig meira að lögunum en stórir skólar, sérstaklega vegna þess að skóladagar mega samkvæmt frumvarpinu ekki vera færri en 180 yfir skólaárið. Þrátt fyrir það þá er Valdimar í meginatriðum ánægður með þær tillögur að breytingum sem gerðar hafa verið á núgildandi grunnskólalögum. Samþykkt var að skólastjóri taki saman sínar athugasemdir er varða þetta frumvarp og sendi til formanns.  Ásta muni svo sjóða saman eina umsögn uppúr athugasemdunum og senda til nefndarmanna.

2. Skólastefna Grýtubakkahrepps
Rætt var um að móta sameiginlega skólastefnu í Grýtubakkahreppi fyrir bæði skólastigin. Áhugaverðar hugmyndir komu fram á fundinum er varða hönnun slíkrar skólastefnu. Samþykkt var að skólastjórar beggja skólastiganna setji upp markmiðslýsingar, hvor fyrir sinn skóla og þær teknar fyrir á næsta fundi.

Grunnskólahluti:

3. Starfsmannamál
Ljóst er að einhver hreyfing verður á starfsfólki grunnskólans næsta skólaár og er skólastjóri að vinna að þeim málum.

4. Sjálfsmat
Skólastjóri lýsti því starfi sem fram fór á fyrsta fundi sjálfsmatsnefndar grunnskólans. Á þeim fundi kom fulltrúi frá Háskólanum á Akureyri sem lýsti þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki sjálfsmats, sem og að benda á leiðir við hönnun sjálfsmatsáætlunar.  Starfið virðist fara vel af stað.

5. Önnur mál
Í nýju frumvarpi til laga um leik- og grunnskóla opnast nýir möguleikar er varða tengingu milli þessara tveggja skólastiga. Í kjölfarið voru ræddar hugmyndir um sameiningu yfirstjórnar þessara skólastiga.  Þykir nefndinni einboðið að þessi umræða verði tekin upp á borð sveitarstjórnar.


Fleira var ekki tekið fyrir, samþykkt að fundarritari gangi frá fundargerð og hún verði send til samþykkis í tölvupósti.  Fundi slitið kl. 21:30.
Margrét Ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð.

Fundargerð samþykkt í tölvupósti.