Fræðslu- og æskulýðsnefnd

05.06.2007 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 5. júní 2007

Mættir voru nefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Jón Helgi Pétursson.  Fyrrihluta fundar mættu Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Margrét Ósk Hermannsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla og Oddný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.  Seinna bættust við á fundinn Valdimar Víðisson skólastjóri, Sigríður Sverrisdóttir fulltrúi kennara og Anna Bára Bergvinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna.  Fjarverandi var Þorsteinn Friðriksson og ekki náðist að boða varamann.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarstjóra kl. 17:00 og voru gjörðir fundarins eftirfarandi:

Formaður setti fund og gaf leikskólastjóra orðið.

A. Leikskólinn:

1. Starfið í vetur og framtíðarplön.

Umræða var um hvort ársgömul börn geti fengið pláss í leikskólanum. Í dag eru 22 börn í leikskólanum en áætlað er að 18 börn verði þar 1. september. Breytingar þarf að gera á leikskólanum ef það á að taka yngri börn inn. Sem dæmi um breytingar má nefna:
a. Betri skiptiaðstaða og skolvaskur
b. Stólar með örmum og stuðningur við barnið.
c. Útbúa aðstöðu fyrir börnin að sofa inni.
d. Nota skrifstofuna sem fjölnotastofu.
e. Aðstaða fyrir vagna.
Nefndin samþykkti að senda sveitastjórn breytingartillögur leikskólastjóra.
Einnig var rætt um lengd viðveru yngri barna í leikskólanum.  Leikskólastjóri ætlar að útbúa tillögur þar að lútandi.
Framtíðarplan leikskólastjóra er að taka upp ákveðna hluta af Hjallastefnunni t.d. að minnka dót.  Mikil gróska er í faglegu starfi innan leikskólans.
2. Starfsmannamál. 
Ásta Ísaksdóttir hefur lokið störfum hjá leikskólanum, Sólveig Jónsdóttir hættir nú eftir sumarfrí og Jóna Helgadóttir hættir 1. október. Nefndin óskar þeim velfarnaðar og þakkar vel unnin störf. 2 splunkunýjir leikskólakennarar hófu störf 1. júní og bjóðum við þá velkomna.

B. Sameiginlegur fundur grunn- og leikskólahluta:

1. Samstarf milli skólastiga.

Skólastjóri segir frá samstarfi skólanna varðandi nemendur sem byrja í 1. bekk í haust. Þetta samstarf byrjaði í desember og stóð fram á vor og báðir skólastjórarnir eru ánægðir með það. Nefndin lýsir áhuga á að skoðað verði meira samstarf sem kennari 1. bekkjar og leikskólakennarar sjá um.  Ýmsar hugmyndir ræddar um aukið samstarf.
T.a.m. hefur leikskólastjóri áhuga á að halda áfram með Grænfánaverkefnið og Lýðheilsuverkefnið. Hugmyndir, er tengjast lýðheilsuverkefninu, komu fram um að fá næringarfræðing fyrir bæði leik- og grunnskólann og yfirfara og fá ráð um matseðla, sameiginlega útivistardaga o.fl.
2. Samræmdir frídagar nemenda á báðum skólastigum (starfsdagar kennara).
Skólastjórar hafa rætt þessi mál og munu samræma þessa daga eftir bestu getu.
3. Fundadagatal nefndarinnar næsta vetur.
Formaður nefndarinnar leggur til að settir verði fjórir fastir fundardagar yfir skólaárið. Þá mun formaður skipuleggja dagskrá fyrir fundina og senda fundarmeðlimum. Ákveðið er að hafa föstu fundardagana fyrir næsta skólaár 30.8.2007, 13.12.2007, 28.2.2008 og 30.4.2008. Ef aðkallandi mál koma upp þá getur formaður boðað fund með sólarhringsfyrirvara.  
4. Aldurstakmörk inn á skemmtanir.
Haft var samband við umboðsmann barna sem skýrði reglur er gilda um aldurstakmörk inn á skemmtanir. Mikið var rætt um þessi aldurstakmörk og ákveðið var að taka þessa umræðu aftur upp á næsta fundi, enda ljóst að um þessi mál eru skiptar skoðanir.

C. Grunnskólinn:

1. Starfsmannamál.

Búið er að ráða íþróttakennara við grunnskólann, Eddu Línberg.  Nefndin býður hana velkomna. Ekki er enn búið að ráða í skólavistun í vetur.
Rætt var um málefni skólaaksturs. Borist hafa ábendingar frá foreldrum til nefndarinnar varðandi skólaaksturinn. Nefndin telur að málið hafi fengið farsæla lausn.
2. Nemendamál.
Tveir pólskir nemendur koma í skólann í haust og verið er að kanna alla möguleika til að koma á stuðningi við þá.  Niðurstöður úr samræmdum prófum liggja fyrir og Grenivíkurskóli er yfir landsmeðaltali í flestum greinum og lýsir nefndin yfir ánægju með það.

Margrét Ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð.
Fleira var ekki tekið fyrir, samþykkt að fundarritari gangi frá fundargerð og hún verði send til samþykkis í tölvupósti.  Fundi slitið kl. 18:45.

Fundargerð samþykkt með tölvupósti