Landbúnaðarnefnd

04.06.2013 00:00

Fundur Landbúnaðarnefndar
Haldinn á Grýtubakka 4. júní, kl. 20.00

Fundur Landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps.

Dagskrá:
1. Opnun afréttar og ógirtra heimalanda.  Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og á afrétt 5. júní.  Ljóst er að vegna snjóalaga í ár mun líða nokkur tími þar til hægt verður að gera við girðingar.  Nefndin leggur þó til að því sé beint til girðingareigenda að hraða viðgerðum á girðingum eins og kostur er.  Sökum tíðarfars undanfarið ár er það lífsnauðsyn fyrir bændur að koma fé af sér.   
Það er mat nefndarinnar að menn hafi samráð sín á milli um sleppingar og taki mið af gróðri og veðurfari áður en fé er sleppt.
2. Hrossabeit.  Lagt er til að hrossum sé ekki sleppt á afrétt fyrr en 15. júlí, að því gefnu að allar girðingar verði verði gripaheldar fyrir þann tíma.  Ennfremur að hrossum verði ekki sleppt á afrétt fyrr en búið er að girða fyrir ágang hrossana suður í sveit.  T.d. með girðingu norðan við Grenjá. 
3. Göngur.  Rætt um smalanir haustsins, sem að mestu leyti gengu vel fyrir sig og smalaðist þokkalega þrátt fyrir afleitt veðurfar. 
4. Fjárréttin.  Réttin er orðin mjög lúin og brýnt að fara að huga að endurnýjun hennar.  Í fundargerðum landbúnaðarnefndar sést að þetta efni hefur verið rætt árlega síðan 2007.  Ljóst er að réttin batnar ekki við biðina og má búast við að ástand hennar sé afleitt eftir veturinn.
5. Brýr.  Huga þarf að ástandi brúa í Fjörðum. 
Einnig þyrfti að koma göngubrúnni yfir Grenjá á sinn stað um leið og hægt er.



Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið seint og um síðir.
Ásta  F. Flosadóttir ritaði fundargerð.