Landbúnaðarnefnd

14.12.2009 00:00

Fundur landbúnaðarnefndar 14. desember 2009

Fundurinn haldin í fundastofu Grýtubakkahrepps og hófst kl. 17.00.  Mættir voru allir nefndarmenn;  Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Ásta ritaði fundargerð. 

1.  Endurskoðun fjallskilareglugerðar Eyjafjarðar
Sveitarstjórn vísar til nefndarinnar bréfi frá Eyþingi um endurskoðun fjallskilareglugerðar.  Nefndarmenn munu fara yfir fjallskilareglugerðina og gera tillögur að breytingum ef þurfa þykir.

2.  Reikningur frá Ferðafélaginu Fjörðungi
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fjallskilasjóður greiði kostnað við gistingu gangnamanna skv. þeim taxta sem aðrir næturgestir greiða.  Samtals er um að ræða 31 gistinótt gangnamanna. 
Framvegis verði gengið frá kostnaði vegna gistingar áður en gangnaboð er útbúið og kostnaðinum jafnað út á vetrarfóðraða kind.   

3. Garnaveikimál
Nefndin ræddi nauðsyn þess að hafa vakandi auga með framkvæmd garnaveikibólusetningar í sveitarfélaginu. 

4.  Fjallskilamál
Smalanir haustsins gengu vel, búið er að fara í nokkrar eftirleitir á allt svæðið.  Einungis er vitað um eina skepnu sem enn er á Látraströnd.

5.  Fjárrétt Grýtubakkhrepps
Ljóst er að fara þarf í endurnýjun fjárréttar.  Tjaslað var í réttina síðasta haust. 

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 18.00.

Grýtubakkahreppur hefur nú ákveðið að gefa Ferðafélaginu Fjörðungi slysavarnarskýlin á Látrum og Þönglabakka, en bæði hafa skýlin verið notuð sem gangnamannakofar.  Staða þessara mála hefur verið könnuð lauslega og ekki hefur fundist dæmi um það á landinu að gangnamenn þurfi að greiða fyrir gistingu.
Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að sett verði það skilyrði í gjafaafsalið að gangnamenn fái gistingu í skýlunum á Látrum og Þönglabakka gjaldfrjálst.  Fjallskilastjóri verði að tilkynna ferðafélaginu í janúar ár hvert hvenær göngur standa til.