Landbúnaðarnefnd

06.12.2007 00:00

Fundur landbúnaðarnefndar 6. desember 2007.

Fundurinn haldinn í fundastofu Grýtubakkahrepps og hófst kl. 17.00.  Mættir voru allir nefndarmenn;  Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Ásta ritaði fundargerð. 

1.  Garnaveikimál
Sveitarstjórn sendi nefndinni erindi dags. 16. nóv. 2007, þar sem óskað var eftir því að landbúnaðarnefnd komi upplýsingum um bólusetningu ásetningslamba til sveitarstjórnar.  Skv. upplýsingum frá héraðsdýralækni ber dýralæknum að skila inn upplýsingum um bólusetninguna til sveitarstjórnar þegar að bólusetningu er lokið.  Því vísar nefndin erindinu til sveitarstjóra, að hann safni saman upplýsingum frá dýralæknunum og sendi héraðsdýralækni.

2.  Fjallskilamál
Rætt um smalanir haustsins.  Þokkalega hefur smalast en veður hefur hamlað eftirleitum nokkuð.  Enn er eftir fé í Fjörðum og beðið er sjólags til að geta sótt það. 

3.  Fjárrétt Grýtubakkhrepps
Ljóst er að fara þarf í endurnýjun fjárréttar.  Rætt um hugsanlega staðsetningu og möguleika sem gætu skapast í kringum nýja rétt og réttardaginn.  Rætt um möguleika á hólfi á Látraströndinni þar sem hægt yrði að taka fé í aðhald.  Nefndin leggur til að sveitarstjórn kanni staðsetningu á nýrri rétt og hefji skipulagsvinnu þar að lútandi. 

4.  Landbótaáætlun
Farið fyrir framkvæmd landbótaáætlunarinnar.  Til stóð að landgræðslan tæki út uppgræðslusvæðið í haust en það náðist ekki fyrir snjóa.  Stefnt er að ferð í Keflavík með Stefáni Skaftasyni.  Samstarf við Landgræðsluna hefur gengið með ágætum og eru gróðurmál í góðu ásigkomulagi.


Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 18.00.