Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

23.11.2022 00:00

Fundur í Landbúnaðar- og umhverfisnefnd miðvikudaginn 23.nóvember 2022 kl 17.00 á skrifstofu hreppsins, Túngötu 3, Grenivík. Mættir á fundinn: Margrét Melstað, Þorgeir Rúnar Finnsson, Guðjón Þórsteinsson, Stefanie Lohmann, Hildur Þorsteinsdóttir, Ásta Fönn Flosadóttir, Anna Bára Bergvinsdóttir og Sigurjón Þór Vignisson. Margrét ritar fundargerð.

  1. Fyrsti fundur Landbúnaðar- og umhverfisnefndar eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022. Nefnd skiptir með sér verkum. Margrét Melstað skipaður formaður, Guðjón Þórsteinsson er kosinn varaformaður og Þorgeir Rúnar Finnson er kosinn ritari.
  1. Nefndarmenn bæði aðal- og varamenn mættu á fyrsta fund nefndar. Farið yfir Erindisbréf nefndarinnar og hlutverk nefndar rætt vítt og breytt. Varamenn mæta framvegis ekki á nefndarfundi nema aðalmenn geti ekki mætt.
  1. Fundargerðir fyrri nefnda – væri mjög gott að geta flett upp í þeim til að sjá hvað væri búið að vera helstu áherslur nefndarinnar. Athuga hjá sveitarstjóra.
  1. Nefndarmenn hafa áhuga á að fá upplýsingar um Fornleifarannsóknir í Fjörðum – niðurstöðu og skýrslu.
  1. Girðingarmál aðeins rædd, Veggirðing frá Fnjóska og að Víkurskarði. Umræðu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki tekið fyrir. Samþykkt að ganga frá fundargerð í tölvu og skrifa undir á næsta fundi.

Fundi slitið.