Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

26.05.2022 00:00

Fimmtudaginn 26. maí kom landbúnaðar og umhverfisnefnd saman til fundar í Grenivíkurskóla.

Eftirtaldir fulltrúar mættir; Guðjón Þórsteinsson, Hildur Þorsteinsdóttir, Stefanie Lohmann, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Anna Bára Bergvinsdóttir sem mætir í fjarveru Hermanns Gunnars Jónssonar.

  1. Tillaga um upprekstrardag er svohljóðandi:

Landbúnaðar og umhverfisnefnd sammælist um að upprekstrardagur sé miðaður við 10. júní. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og almenninga Grýtubakkahrepps 10. júní.

Bændur eru hvattir til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar og að bændur láti vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt hvort heldur sem er rekstur eða keyrslu svo þeir séu ekki að fara á sama tíma.

  1. Leyfilegt verður að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og verða þau að vera komin af afrétt í síðasta lagi 31. ágúst.
  1. Landbúnaðar og umhverfisnefnd kallar eftir að nýja girðingin frá Fnjóská að Víkurskarði verði tekin út af fagaðila og þar með gengið úr skugga um að hún verði fjárheld þegar hún verði afhent landeigendum. Nefndin veltir því fyrir sér hvernig viðhaldi eigi að vera framfylgt.
  1. Landbúnaðar og umhverfisnefnd skorar á Grýtubakkahrepp að klára tiltekt við malarnámu sem fyrst.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:35

Fundargerð ritaði Gísli Gunnar Oddgeirsson.