Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

24.05.2021 00:00

Fundur Landbúnaðar og umhverfisnefndar Grýtubakkahrepps var haldinn 24. 05. 21 á Grund.

Mætt til fundar voru aðalmenn stjórnar nefndarinnar, Hermann, Hildur, Guðjón, Steffi og Þórarinn.

  1. Nefndin ræddi upprekstra og sleppingar sauðfjár í Grýtubakkahreppi 2021. Þrátt fyrir mjög kaldan og gróskulítinn maí leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og almenninga Grýtubakkahrepps 12. júní. Því til rökstuðnings má nefna snjóléttan vetur og mjög hagstæða veðurspá næsta hálfa mánuðinn. Nefndin vill að sama skapi hvetja bændur til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar og að bændur láti vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt hvort heldur sem er rekstur eða keyrslu svo þeir séu ekki að fara á sama tíma.
  2. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka til skoðunar umgengni við námur „sunnan í Hólunum“. Mikið er af allskyns „rusli“ sem betur færi á að koma til förgunar. Einnig vill nefndin beina því til sveitarstjórnar hvort ekki sé óhætt að loka hluta námunnar sem klárlega er ekki lengur notuð til efnistöku.
  3. Nefndin ræddi um uppgræðslu eða skógrækt á melum fyrir ofan frístundabyggðina Sunnuhlíð. Eftir nokkrar vangaveltur nefndarmanna um landgræðslu og skógrækt sér nefndin fyrir sér upplagt verkefni fyrir vinnufúsar hendur ungmenna sveitarfélagsins sem gætu grætt melinn gróðri.

Fundargerð ritaði Þórarinn Ingi