Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

14.02.2019 00:00

Fundur í Landbúnaðar- og umhverfisnefnd Grýtubakkahrepps haldinn að Túngötu 3, Grenivík, 14. febrúar 2019. Mættir; Þórarinn Ingi Pétursson formaður, Hermann Gunnar Jónsson, Guðjón Þórsteinsson, Hildur Þorsteinsdóttir og Anna Bára Bergvinsdóttir í forföllum Stefanie Lohmann. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Nefndin skipti með sér verkum.

Formaður nefndarinnar Þórainn Ingi bauð fundargesti velkomna og setti fundinn. Hann gerði tillögu að varaformanni og stungið var uppá Guðjóni Þórsteinssyni og var það samþykkt og einnig að Hermann Gunnar yrði ritari nefndarinnar.

  1. Erindi frá Umhverfis og auðlindaráðuneyti.

Fram kom hjá Þórarni að eftir um það bil viku stefnir Umhverfisráðherra hingað með lið sitt til fundarhalda og stefnum við að því að einhverjir nefndarmenn sitji fundinn og verði sæmilega undirbúnir með spurningar varðandi friðunarkostina sem okkur finnst mest athygglisverðir. Ein af þeim spurningum sem þarf að spyrja er varðandi veiðar á hverkonar kvikindum innan friðlandsins.

Nefndin ræddi þá friðunarkosti sem helst eru uppi í Fjörðum og á Látraströnd. Áhugi nefndarinnar er fyrir því að litið sér á skagann sem eitt friðurnarsvæði og kemur þá til samstarf eða samræming við Þingeyjarsveit. Þeir tveir kostir sem hljómuðu líklegastir að mati nefndarmanna voru „Friðland“ annarsvegar og „Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda“ hinsvegar.

  1. Önnur mál.

Rætt um hlutverk og framtíð nefndarinnar.

Ritari las fundargerð.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55