Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

31.05.2018 00:00

Fundur var haldinn hjá Landbúnaðarnefnd 31. maí 2018. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn, fjallskilastjóri Þórarinn Ingi Pétursson sat fundinn.

  1. Ástand gróðurs á afrétt.

Ástand gróðurs á afrétt var skoðað í dag. Keyrt var út á Látraströnd og áleiðis út í Fjörður. Ástand gróðurs á afrétt lýtur mjög vel út þar sem veðurfar hefur verið einstaklega hagstætt. Gróður er á góðri leið með að verða iða grænn. Opnunartími afréttar samkvæmt Landbótaáætlun er 10. júní. Í ljósi góðra aðstæðna núna gerir Landbúnaðarnefnd það að tillögu sinni að afréttin verði opnuð 6. júní og leyfilegt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd frá 2. júní. Leyfilegt verður að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og verða þau að vera komin af afrétt í seinasta lagi 31. ágúst.

Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.