Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 8

20.01.2016 00:00


Atvinnu- og þróunarnefnd Grýtubakkahrepps

Fundur nr. 8 haldinn 20. janúar 2016, kl. 17:00 í fundarstofu Grýtu.        Oddný ritaði fundagerð.
Mættir voru: Guðný, Þröstur, Bára, Benedikt, Guðni, Haraldur og Oddný.

Fundagerð síðasta fundar. Guðný las upp fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

Dagskrá fundar:

Heimasíða. Rætt um heimasíðu sveitarfélagsins og upplýsti sveitarstjóri að nýjar heimasíður yrðu teknar í notkun hjá sveitarfélaginu með vorinu.

Gamli skóli. Framtíðar hlutverk Gamla skóla - menningarhús og safn.

Ferðamál í víðum skilningi. Rætt um möguleika ferðamála í sveitarfélaginu og hvað þarf að koma til svo að markviss uppbygging geti átt sér stað hér á svæðinu. Ýmsar hugmyndir voru ræddar sem snúa að ferðamálum s.s. hótelbygging og rekstur, kafbátur, skíðasvæði, hvort og þá hvernig hægt er að nýta óbyggðirnar og minjagripagerð.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að skoða hvort ráða þurfi manneskju til að sjá um og móta framkvæmd þessa verkefnis.

 

Kynningarmál. Hér telja nefndarmenn að heimasíða sveitafélagsins skipti mestu máli. Vel er athugandi að mati nefndar að inn á heimasíðunni væri kynningarmyndband um sveitarfélagið en þar þarf að vanda vel til verksins.

 

Fuglaskoðunarhús. Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum til styrkveitinga og gæti þetta verkefni fallið þar undir. Nefndin beinir þvi til sveitastjórnar að sjá til þess að sótt verði um styrk þangað til þessa verkefnis.

Hvernig vinnum við á veikleikum og hagnýtum betur styrkleika sveitafélagsins.
Hér var aftur rætt um hvort nauðsyn sé á því að sveitarfélagið ráði manneskju í vinnu við að sjá um málefni er snúa að ferðamálum.
Helstu veikleikar nefndir að hér er endastöð, vegasamgöngur og skortur á almenningssamgöngum. Styrkleikar taldir nálægð við Akureyri, fjölbreytt atvinnulíf og góð þjónusta við íbúa.

Fundi slitið kl. 19:00.