Atvinnu- og þróunarnefnd

26.09.2016 00:00

Fundur nr.

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í fundarherbergi Grýtu 26.sept  kl. 17:00.

Mættir: Guðný , Haraldur, Benedikt, Bára og Bjarni sem mætti seinnipart fundar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Erindi frá Bjarna Arasyni varðandi klifurvegg.  Samþykkt að beina erindinu til sveitastjórnar.
  3. Ferðamál. Áhugaverðar hugmyndir um ferðamál í Grýtubakkahreppi komu fram.
  4. Umhverfismál. Rætt um útlitsþróun á Grenivík, sérstaklega við Ægissíðu og Sæland, en að mati  nefndarinnar mætti margt betur fara þar.
  5. Starfið í vetur. Fundartímar vetrarins ákveðnir sem eru þessir.

30. nóvember kl. 20:00

25.janúar kl. 20:00

29.mars kl. 20:00

31.maí kl. 20:00

  1. Önnur mál. Bjarni kemur með hugmynd hvort möguleiki sé að finna varanlegt húsnæði fyrir félagsmiðstöðina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:50. 

 

Fundarritari: Bára