Atvinnu-og þróunarnefnd

20.02.2013 00:00

15. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn 20. febr. kl. 17:00

Mættir: OJ, BEJ, BKF, JI, BS, GS, VS og sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Heimasíða
3. Hugmyndabanki
4. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Sigríður Haraldsdóttir mætti á fundinn. Hún hefur tekið að sér að setja fréttir inn á heimasíðu hreppsins. Ákveðið var að hún taki að sér að auki að bæta inn upplýsingum undir yfirskriftinni: Hvað er í boði? 
Fyrirhugað er að útbúið verði kort með gönguleiðum og jafnvel sett upp skilti við upphaf leiða þar sem fram komi upplýsingar um lengd leiða o.fl.  Einnig kom fram áhugi á að til væru lítil kort með upplýsingum sem fólk gæti gripið með sér. Mikilvægt að upplýsingar um  Flóru Grýtubakkahrepps  sé á meðal upplýsinga.
3. Áframhaldandi vinna við hugmyndabanka nefndarinnar
4. Önnur mál.
a)Sveitarstjóri greindi frá því að til greina komi að almenningssamgöngur hefjist milli Grenivíkur og Akureyrar á vordögum.
b) Rætt um „Hljóðfærasafn Gunnars Tryggvasonar“ sem er falt ef viðkomandi getur útvegað húsnæði.
c) Næsti fundur verður 3. apríl.
Fundi slitið kl. 19:00