Atvinnu-og þróunarnefnd

16.01.2013 00:00

14. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skólanum 16. Jan. Kl. 17.
Mættir: OJ, BS, BKF, JI, BEJ, VS og sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Nýting á heitu frárennslisvatni (blæðing).
3. Fuglaskoðu.
4. Fjölbreyttara atvinnulíf.
5. Hugmyndabanki nefndarmanna.
6. Önnur mál.
1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) Sveitarstjóri hafði samband við Norðurorku. Fyrirtækið vill vita hvers konar hugmyndir eru uppi um nýtingu á vatninu. Rætt um hvort mögulegt sé að færa blæðingu við Sæland til austurs. Ákveðið að sveitarstjóri vinni áfram með málið.
3) Benedikt, í samstarfi við Árna Dan mun vinna að söfnun mynda af þeim fuglum sem sjást í hreppnum. Mikill áhugi kom fram á að kort með gönguleiðum í sveitarfélaginu yrði látið fylgja með fuglamyndum á þar til gerðum spjöldum og á heimasíðu.
4) Rætt um atvinnulífið í sveitarfélaginu og voru menn sammála um að það væri nokkuð fjölbreytt. Helst væri lítið framboð á skrifstofustörfum. Sparisjóðurinn mun mögulega fjölga störfum á næstunni.
5) Nefnarmenn  settu fram ýmsar hugmyndir sem verða áfam til umfjöllunar
6) Önnur mál.
Næsti fundur verður haldinn 20. Febrúar.