Atvinnu- og þróunarnefnd

23.10.2012 00:00

13. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skóla 23. okt. 2012.
Mættir: OJ, JI, GS, BS, BF, VS ásamt sveitarstjóra
1) Formaður setti fundinn kl. 17:00 og stjórnaði honum.
2) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
3) Gerð bæklings um ferðaþjónustu:
Rætt hvort rétt væri að gefa út bækling þar sem væri að finna upplýsingar um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Niðurstaða umræðna var að fara ekki út í slíka útgáfu að svo stöddu.
4) Önnur mál:
Mikil umræða fór fram um hvernig hægt væri að nýta frárennsli frá hitaveitu (blæðingu) til atvinnustarfsemi eða til að auka lífsgæði. Um nokkra staði er að ræða. Því var beint til sveitarstjórnar að taka upp viðræður við Norðurorku um nýtingu.
Haldið var áfram að ræða um sjávarstíg með sjóvarnargarði. Fram kom að kostnaður væri um 15 mill. Málið áfram í vinnslu.
Sveitarstjóri greindi frá ráðstefnu sem Útgerðarsafnið stóð nýlega fyrir um menningartengda ferðaþjónustu. Ráðstefnan var áhugaverð. Þar var m.a. flutt erindi um Látra Björgu. Mikill áhugi kom fram um að nýta frekar sögu hennar til framdráttar fyrir sveitarfélagið.
Fram kom að með byggingu Sæness sem er á teikniborðinu muni myndast  90 fermetra rými sem ekki hefur verið ráðstafað og gæti hentað ýmiss konar atvinnustarfsemi.
Nefndin hefur áhuga á að Grenivík sinni enn frekar sögu og gerð fræðsluefnis um línuveiðar. Björn Ingólfsson hefur tekið saman bækling um þessa tegund veiða sem mætti vinna frekar með.
5) Næsti fundur fyrirhugaður 28. nóv.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00