Atvinnu- og þróunarnefnd

28.03.2012 00:00

11. fundur atvinnu- og þróunarnefndar haldinn í Gamla skólanum 28. mars kl. 17:00.

1. Formaður, Oddný Jóhannsdóttir setti fundinn.

2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

3. Fuglaskoðun.
Dreift var upplýsingum frá Árna Dan þar sem hann fer yfir hvaða fugla hann hefur séð í hreppnum. Alls eru þetta 56 tegundir.  Umræður fóru fram um það hvernig þessar upplýsingar nýttust nefndinni. Ákveðið að leita aftur til Sverris Thorsteinsen í sambandi við málið. Benedikt falið að gera það.

4. Atvinnuástandið.
Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur það gerst að þónokkrar stöður hafa verið auglýstar lausar til umsóknar innan sveitafélagsins.  Þar er m.a. um skrifstofustörf að ræða. Í því sambandi kom enn á ný  upp umræðan um skort á húsnæði.

5. Heimasíðan.
Nýr starfsmaður hreppsins mun fá það verkefni að sjá um síðuna.

6. Skoðunarkönnun.
Ímyndarkönnun fór fram í sveitarfélaginu í nóvember s.l. Markmið hennar var að fá álit íbúa sveitarfélgsins á því að leggja í kynningarátak á svæðinu og athuga hvort hægt væri með sameiginlegu átaki að finna einkunarorð sveitarfélagsins. Fyrirtækið Blek ehf sá um könnunina.
Málið var rætt og voru menn almennt sammála um að ímynd sveitarfélagsins væri góð en alltaf mætti gera betur. Þeirri spurningu var varpað fram hvað sveitarfélög þyrftu að uppfylla til að „Green globe“ vottun fengist eins og er á Snæfellsnesi. Rætt var um möguleika sem hægt væri að skapa í tengslum við séreinkenni sveitarfélagsins Kaldbak og einnig Fjörður.
Ákveðið var að nefndarmenn hugleiddu málið og hefðu samband við sveitarstjóra fyrir mánudag ef þeir hefðu góðar hugmyndir.

Fundi slitið kl. 18:30