Atvinnu- og þróunarnefnd

16.03.2011 00:00

5. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skólanum 16. mars kl. 17.
Mættir: Sigurður, Benedikt, Guðni, Birna, Bára og Valgerður.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Húsnæðiskönnun.
Í samræmi við fundargerð síðasta fundar var gerð könnun á meðal íbúa og var tilgangurinn að reyna að átta sig á hvort húsnæði sé að losna á næstunni í  sveitarfélaginu. Send voru eyðublöð til allra heimila. Svör bárust frá 35 heimilum. Af þeim svörum má skilja að 31 heimili vilji engar breytingar. Eitt heimili vill minna húsnæði og hefur áhuga á þjónustu í raðhúsi. Eitt heimili vill stærra húsnæði og með bílskúr (búa ekki í eigin húsnæði), sýna einnig áhuga á að komast í raðhús. Tvö heimili vilja minna húsnæði. Annað vill raðhús með þjónustu. (Spurningalisti á fylgiskjali).
Að svo miklu leyti sem niðurstaða könnunarinnar er marktæk ályktar nefndin sem svo að ekkert húsnæði sé að losna á næstu árum. Skortur á húsnæði sé því flöskuháls hvað varðar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu.

3.  Leiðbeinandi merki við Víkurskarðsafleggjara.
Tillaga kynnt að útliti skiltis. Vilji nefndarinnar að sem yfirskrift standi Grenivík - Grýtubakkahreppur sem þýðir að ekki verði upplýsingar um kílómetrafjölda til Grenivíkur. Önnur atriði verði kynnt sveitarstjóra munnlega. Fram kom að hvert skilti kosti 147 þúsund krónur. Best væri ef skilti yrði í báðar áttir við Víkurskarðsafleggjara og jafnvel einnig við Háls í Fnjóskadal. Það var þó ekki talið forgangsmál þar sem að um malarveg er að ræða.

4. Vefsíða Grýtubakkahrepps.
Benedikt og Bára greindu frá vinnu sem þeim var falin ásamt Sigrúnu Björnsdóttur. Fram kom að sá sem unnið hefur við tæknimál síðunnar fram til þessa er tilbúinn til að gera það áfram. Álit Benedikts og Báru var að laga megi síðuna fyrir tiltölulega lítinn pening. Ákveðið að undirnefndin haldi áfram með verkefnið. Skoðað verði frekar hvort moya-kerfið er áhugavert fyrir okkur. Málið áfram í vinnslu.

5. Önnur mál.

Næsti fundur 4. maí kl. 17:00.
Fundi slitið kl. 18:40.