Atvinnu- og þróunarnefnd

02.02.2011 00:00

4. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skólanum 2. febr. 2011.
Mættir: Sigurður, Benedikt, Guðni, Oddný, Bára og Valgerður ásamt sveitarstjóra.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Húsnæðiskönnun á meðal íbúa.
Sveitastjóri og formaður dreifðu hugmyndum að spurningalistum.  Eftir umræðu um fyrirkomulag spurningalistanna var ákveðið að sveitarstjóri gengi frá bréfi til íbúa með ósk um að svör bærust fyrir 25. febrúar.

3.  Vefsíða Grýtubakkahrepps.
Sigrún Björnsdóttir, starfsmaður hreppsins mætti á fundinn.
Dreift var greinagerð og hugmyndum að úrbótum frá fyrirtækinu UpperBlue  á Akureyri.
Fram kom að sveitarstjórn hafi samþykkt að ef kostnaður mundi hljótast af gerð nýrrar heimasíðu yrði því beint til Sæness að mæta þeim kostnaði.
Eftir umræður um vefsíðuna var þeim Benedikt og Báru ásamt Sigrúnu Björnsdóttur falið að gera tillögu til nefndarinnar fyrir næsta fund um hvaða breytingar þurfi að gera.

4. Önnur mál.
a) Sveitarstjóri dreifði hugmynd að skilti sem rætt hefur verið um að setja upp við Víkurskarðsafleggjara í tengslum við aðrein sem óskað hefur verið eftir að komi þar. Sveitarstjóra falið að  óska eftir við Vegagerð að slíkt skilti yrði sett upp.
b) Næsti fundur ákveðinn 16. mars  kl. 17:00.