Viðspyrnusjóður Grýtubakkahrepps, úthlutun

Markmiðið er að sólin setjist ekki hjá ferðaþjónustunni í Grýtubakkahreppi
Markmiðið er að sólin setjist ekki hjá ferðaþjónustunni í Grýtubakkahreppi

Úthlutað hefur verið úr Viðspyrnusjóði Grýtubakkahrepps.  Sjóðurinn var settur á stofn af hreppnum og Sænesi til stuðnings ferðaþjónustuaðilum í Grýtubakkahreppi, til að vinna gegn samdrætti af völdum Covid-19.  Auglýst var eftir umsóknum þann 25. apríl s.l. og bárust 7 umsóknir frá aðilum í ferðaþjónustu.

Allir fengu þeir úthlutun skv. reglum um sjóðinn sem auglýstar voru hér.

Samtals var úthlutað styrkjum að upphæð kr. 2.490.654,- sem skiptast þannig milli umsækjenda:

Benedikt Steinar Sveinsson og Kristín Sigurðardóttir,  kr. 259.872,-

Ásgeir í Höfða ehf.  kr. 398.394,-

Pólarhestar ehf.  kr. 500.000,-

Grenó ehf.  kr. 300.101,-

Nollur ehf.  kr. 500.000,-

Vellir Grenivík ehf.  kr. 383.015,-

HestaNet ehf.  kr. 149.272,-

Það er von sveitarstjórnar að þetta hjálpi til við að ferðaþjónustan í hreppnum komist heilu og höldnu í gegnum kreppuna.  Umsækjendum er þakkað fyrir áhugann og þeim óskað velfarnaðar í sínum störfum.