Vegurinn í Fjörður enn lokaður

Séð ofan í Hvalvatnsfjörð
Séð ofan í Hvalvatnsfjörð

Enn er töluverður snjór á veginum um Leirdalsheiði.  Vegagerðin stefnir að því að moka veginn í vikunni en síðan þarf hann að fá frið til að þorna áður en opnað verður.  Vegfarendur eru beðnir að virða lokun vegarins meðan hún varir og sýna þolinmæði.

Uppfært 31.7.2020;

Vegurinn var opnaður 30. júlí en er enn blautur og slæmur á köflum.