Úrslit stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg 1. mars í Hrafnagilsskóla. Eins og áður hefur komið fram sigruðu Klara Sjöfn Gísladóttir og Gunnar Berg Stefánsson undankeppnina hér í Grenivíkurskóla og fóru fyrir hönd skólans í Hrafnagil. Þau stóðu sig bæði með prýði og fór svo að Klara Sjöfn bar sigur úr býtum í lokakeppninni.