Tjaldstæði Grenivíkur hefur opnað

Boli alinn baulu talar máli
bitru - heitir Litur nautið hvíta,
syngur, á engjar ungur sprangar löngum,
undan stundum skundar grund til sprundar.
Í gufukofa kræfur sofið hefur,
kul í þolir svala bælaskolinn.
Uxann vaxinn exin loksins saxar
ýtar nýtir éta ket í vetur.
B.E.
 
Endilega láttu frænku þína Engilráð vita að búið er að opna tjaldsvæðið á Grenivík. Góðir ávallt velkomnir.
Fáein skref eru af tjaldsvæðinu að sundlauginni þar sem gott er að koma.
Lítið fleiri skref eru að Þengilhöfða. Um hann og á hann er gaman að ganga.