Hreint þorp - fallegt þorp, allir með í ruslahreinsun

Ruslahreinsun 2017

 

Þriðjudaginn 23. maí fer fram ruslahreinsun á Grenivík.  Hafist verður handa

kl. 19:30 hjá Jónsabúð, þar sem ruslapokar verða afhentir.

Íbúar í sveitinni geta sett rusl við heimreið sína, það verður fjarlægt á miðvikudag.

Boðið verður upp á kaffi og veitingar á Kontornum á eftir.

 

Einnig er Matjurtagarðurinn tilbúinn til notkunar og hvetjum við íbúa sem áhuga hafa að sækja um reit.

 

                                                              Verkstjóri