- Þjónusta
 - Mannlífið
 - Stjórnsýsla
 
Að ströndum Íslands skolast rusl sem kemur alls staðar að úr heiminum – okkar eigið rusl 
og annarra. Talið er að 70% alls rusls endi í lífkerfi hafsins, 15% flýtur um í sjónum og önnur 
15% skolast upp á strendur landsins.
FEGURÐ FJARÐA er margþætt samstarfsverkefni heimamanna við Siglufjörð, Ólafsfjörð og 
Eyjafjörð, listamanna og Vitafélagsins-íslensk strandmenning. Markmiðið er að vekja fólk til 
umhugsunar og læra að taka ábyrgð á umgengni við haf og strönd.
Á tímabilinu 1. júní til 1. október 2025 verða fjölbreyttir viðburðir í boði í formi fræðslu, 
listsköpunar, gjörninga, tónlistar og myndlistar, auk ljósmyndasýninga og fræðslusýninga á 
Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðardal, Hrísey, Hjalteyri, Akureyri og Grenivík.
Allar ljósmyndir eru teknar af Veigu Grétarsdóttur
Myndasýningin á Grenivík verður í Hermannsbúð. Hún opnar á Sjómannadaginn 1. júní kl. 13:00 og verður opin til 31. ágúst.