Sundlaugaropnun!

Grenivíkursundlaug.
Grenivíkursundlaug.

Jæja kæru sveitungar, nú er loks komið að því að sundlaugin okkar opni fyrir almenning.

Til 30. maí verður opnun eftirfarandi:

Mánudaga - föstudaga frá  kl. 15:30 - 18:30

Fimmtudaginn 21. (uppstigningardag), laugardag 23.og sunnudag 24. kl. 10:00 - 18:00

Sumaropnun tekur svo gildi frá og með laugardeginum 30. maí og verður hún kynnt þegar nær dregur.

Eins og ykkur er kunnugt þá er líf okkar og aðstæður orðnar nokkuð breyttar vegna Covid og þurfum við að hafa í hávegum þau almennu viðmið sem nauðsynleg eru í umgengni fólks við hvort annað.

Á sund- og baðstöðum er 2ja metra reglan um nándarmörk valkvæð, en gestir eru beðnir að virða regluna eins og best má verða. Jafnframt er óskað eftir því við gesti að dvelja ekki lengur en 1,5 - 2 klst. í hverri heimsókn.

Gestir mega ekki koma í sund ef þeir:

a. Eru í sóttkví.

b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku)

c. Hafa verið í einangrun vegna Covid-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang ofl.)

Fleiri sundlaugarpóstar eiga eftir að tínast hér inn í framhaldinu með upplýsingum ykkur til fróðleiks og gagns.

Við hlökkum til að sjá ykkur og verið velkomin.

Umsjónarmaður