Störf og sumarstörf

Grýtubakkahreppur auglýsir nú eftir fólki í sumarstörf sjá hér neðan við.

Vakin er einnig athygli á að okkur bráðvantar starfsfólk í heimaþjónustu, aðstæður breyttust fyrivaralítið.  Þau störf geta hentað vel með öðrum störfum og eru allir sem hafa eitthvert svigrúm hvattir til að hafa samband.

 

Sumarstörf í Grýtubakkahreppi og fl.

Grýtubakkahreppur auglýsir eftir fólki sumarið 2022 í ýmis störf, s.s.:

Áhaldahús

  • Almenn vinna, úti og inni.
  • Flokksstjóri vinnuskóla.
  • Verkstjóri í afleysingum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður B. Þorsteinsson, forstöðumaður í

síma 891 6288, netfang: siggi@grenivik.is

 

Grenilundur dvalarheimili

  • Umönnunarstörf,
  • Framtíðarstörf í boði.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, s. 464 8400, netfang: grenilundur@grenivik.is.

 

Sundlaug – íþróttamiðstöð

  • Sundlaugargæsla, þrif og afleysingar, lágmarksaldur 18 ára.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Gunnar Jónsson forstöðumaður s. 414 5420 og 865 1599, netfang: hermann@grenivik.is

 

Leikskólinn Krummafótur

  • Afleysingar

Nánari upplýsingar veitir Margrét Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, s. 414 5440 og 899 3248, netfang: krummafotur@grenivik.is

 

Heimaþjónusta

  • Hlutastörf við heimilisþrif ofl., geta hentað með annari vinnu, vantar starfsfólk nú þegar til lengri eða skemmri tíma.

 

Upplýsingar um þessi og önnur störf veitir sveitarstjóri á skrifstofu hreppsins eða í síma 414 5400, netfang: sveitarstjori@grenivik.is

 

Starfsumsóknir skal skrá inn á www.grenivik.is undir stjórnsýsla/ eyðublöð/ umsókn um starf hjá Grýtubakkahreppi. Einnig er þó hægt að skila inn umsóknum á skrifstofu hreppsins, Túngötu 3, Grenivík.

Umsóknir um sumarstörf berist í síðasta lagi 30. mars 2022 umsóknarfrestur er opinn áfram, vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst. 

 

Sveitarstjóri