Sleppingar búfjár í sumar

Það þurfa ófáar lappir að tipla yfir brúna við Gil
Það þurfa ófáar lappir að tipla yfir brúna við Gil

Á fundi sínum í gær tók sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fyrir tillögur landbúnaðar- og umhverfisnefndar varðandi sleppingar búfjár 2022.

Tillögur nefndarinnar um upprekstrardaga eru svohljóðandi:

  1. Landbúnaðar- og umhverfisnefnd sammælist um að upprekstrardagur sé miðaður við 10. júní. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og almenninga Grýtubakkahrepps 10. júní.

Bændur eru hvattir til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar og að bændur láti vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt hvort heldur sem er rekstur eða keyrslu svo þeir séu ekki að fara á sama tíma.

  1. Leyfilegt verður að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og verða þau að vera komin af afrétt í siðasta lagi 31. ágúst.

Sveitarstjórn staðfesti tillögurnar á fundinum.