Slepping búfjár 2017

Sveitarstjórn hefur nú staðfest tillögu landbúnaðarnefndar um sleppingu sauðfjár og hrossa.  Einmuna tíð í vetur og vor gerir kleift að opna fyrr en venja er, en eftirfarandi dagsetningar hafa verið ákveðnar:

Leyfilegt að sleppa sauðfé í ógirt heimalönd;  1. júní.

Leyfilegt að sleppa sauðfé á afrétt;  6. júní.

Leyfilegt að sleppa hrossum á afrétt;  1 júlí.

Landeigendur eru enn á ný hvattir til að huga að girðingum og tryggja eins og mögulegt er að búfé sé ekki á vegum.  Við sjáum aukningu umferðar ferðamanna hér eins og annarsstaðar, og allir verða að leggjast á eitt að lágmarka þá slysahættu sem hlýst af búfé á vegum.

Sveitarstjóri