Sigurlaug Birna í 1. sæti

Sigurlaug Birna Sigurðardóttir hreppti fyrsta sætið í SR-mótinu í flokknum 8 ára og yngri í listhlaupi á skautum. Það er augljóst að hér er önnur, ung afreks dama á ferð og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.