Ruslahreinsun

Fimmtudaginn 17. maí fer fram ruslahreinsun á Grenivík.  Hafist verður handa kl. 17:00 hjá Jónsabúð, þar sem ruslapokar verða afhentir.

Íbúar í sveitinni geta sett rusl við heimreið sína, það verður fjarlægt á föstudag.

Boðið verður upp á kaffi og veitingar á Kontornum á eftir.

 

Viljum við einnig nýta tækifærið og hvetja íbúa til að hafa með sér poka og ,,plogga" þegar haldið er út á göngu. Að sjálfsögðu viljum við öll halda umhverfinu okkar snyrtilegu og jafnframt sýna gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir. Í sameiningu stuðlum við að hreinu umhverfi í Grýtubakkahreppi.