Rjúpnaskyttur, athugið vel hvar er bannað að veiða

Á www.map.is má nú sjá landamerki með einföldum hætti
Á www.map.is má nú sjá landamerki með einföldum hætti

Nú er rjúpnaveiðitímabil að hefjast.  Þá er mikilvægt að þekkja landamerki og fara ekki um veiðilendur í óleyfi.

Öll veiði er sem fyrr bönnuð í Þengilhöfða.

Land Hvamms er í útleigu og óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur.  Eitthvað var um brot á því í fyrra sem er óþarfi, Ísland er bærilega stórt miðað við fjölda veiðimanna.

Að öðru leyti er bent á að fá leyfi landeigenda til veiða.  Sérstaklega er bent á www.map.is til að sjá landamerki, þar er farið í "sérkort" og hakað við "Eignamörk LM" og má þá auðveldlega sjá mörk hverrar jarðar svo ekki þurfi um að villast.

Sýnum hófsemi og góða umgengni við veiðar, virðum mörk jarða, virðum bráðina og virðum aðra veiðimenn.