Reykjavíkurflugvöllur, bókun sveitarstjórnar

Hvar skal nú lenda í framtíðinni??
Hvar skal nú lenda í framtíðinni??

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fjallaði um málefni Reykjavíkurflugvallar og þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins á fundi sínum í gær.  Eftirfarandi var bókað:

"Gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni og þeirri þjónustu sem þar er, skiptir alla landsmenn máli.  Því er eðlilegt að landsmenn fái allir að hafa skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar. 

Ráðamenn Reykjavíkur eru jafnframt hvattir til að sjá til þess að borgin gegni sínu mikilvæga höfuðborgarhlutverki með reisn og virðingu.  Ekki gengur að þrengja frekar að starfsemi flugvallarins fyrr en annar jafngóður eða betri kostur getur tekið við af honum"