Páskar 2019

Föstugangan er vinsæl og hressandi
Föstugangan er vinsæl og hressandi

Margt áhugavert í boði fyrir sál og líkama um páskana, sjá hér á eftir:

Páskar í Laufás- og Grenivíkursókn

Pálmasunnudagur kl. 11.00: Páskasunnudagaskóli í Grenivíkurkirkju.

Föstudagurinn langi: Föstuganga í Laufás: Gengið frá Grenivíkurkirkju kl. 12.30, frá Svalbarðskirkju kl. 11.00 og Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00. Björgunarsveitin vaktar gönguna. Súpa í Gestastofu í Laufási gegn vægu gjaldi. Tónleikar í Laufáskirkju kl. 14.30, Þór Sigurðsson og Petra Björk Pálsdóttir syngja og leika ljúfa tóna. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir.  Orgeltónar og lestur úr Passíusálmum, á Grenilundi kl. 16.30

Páskadagur kl. 8.00 : Páskaguðsþjónusta í Grenivíkurkirkju

 

Páskaopnun sundlaugar:

18.apríl kl. 10:00-19:00 Fimmtudagur

19.apríl kl. 10:00-19:00 Föstudagur

20.apríl kl. 10:00-19:00 Laugardagur

21.apríl kl. 10:00-19:00 Sunnudagur

22.apríl kl. 10:00-19:00 Mánudagur

 

Kontorinn veitingahús

Verið velkomin, opið sem hér segir;

Skírdagur 12 til 21

Föstudagurinn langi 17 til 21

Laugardagur  12 til 21 og tónleikar kl 21:00

Sunnudagurinn lokað

Mánudagurinn lokað

Sjá nánar á www.facebook.com/Kontorinnrestaurant

Pöntunarsími er 5717188

 

Jónsabúð

Skírdag opið kl. 12 til 17

Laugardag opið kl. 12 til 17

Annan í páskum opið kl. 13 til 15

Lokað á Föstudaginn langa og Páskadag.

 

Milli Fjöru og Fjalla

Bændamarkaður í Fagrabæ, sjá nánar í auglýsingu hér neðst á síðunni.

Einnig á www.facebook.com/millifjoruogfjalla

 

Fornleifaskráning í Fjörðum, fyrirlestur

Laugardag 20. apríl kl. 16:00 í Grenivíkurskóla, litla sal.

Frumniðurstöður grunnrannsóknar í ósnortinni eyðibyggð

Byggðin í Fjörðum í Grýtubakkahreppi lagðist endanlega í eyði árið1944 þegar síðustu tvær fjölskyldurnar fluttu burt. Í Fjörðum hafa andstæðurnar tekist á. Þar hafa menn ýmist hokrað á litlum kotum eða rekið stórbú. Þar voru kostajarðir, grösugar engjar, fjörubeit góð og mikill reki. Á hinn bóginn var þar fannfergi á hörðum vetrum, erfiðar samgöngur og hafnleysa. Á þessu svæði hefur varðveist mjög heillegt menningarlandslag sem hefur lítið látið á sjá af mannavöldum en sjávarrof er virkt á svæðinu og ógnar minjum við ströndina. Sumarið 2018 hófst fornleifaskráning í Fjörðum sem styrkt var af fornminjasjóði og Grýtubakkahreppi og unnin var af Fornleifastofnun Íslands. Í erindi sínu mun Kristborg Þórsdóttir kynna frumniðurstöður skráningarinnar í Keflavík og Þorgeirsfirði og fjalla almennt um mikilvægi grunnrannsókna í eyðibyggðum til þess að auka skilning okkar á eðli og umfangi fornminja á landinu öllu.

 

Pólarhestar

Hestaferðir styttri og lengri, alla daga, boðið upp á kaffi og kökur á eftir.

Pólar Hestar, Grýtubakka II, s. 896 1879. Nánar á www.polarhestar.is

 

Kaldbaksferðir

Við flytjum þig á snjótroðara upp á Kaldbak, ferðir alla daga eftir bókunum.  Síðan ferð þú niður á skíðum, bretti, snjóþotu, gangandi eða aftur með snjótroðaranum.  Bókanir í síma 867-3770.

Nánar á www.kaldbaksferdir.com

 

Ferðafélagið Fjörðungur

Ferðafélagið Fjörðungur á þrjá skála í Fjörðum og á Látraströnd og eru þar tilvalin útivistarsvæði fyrir hestafólk, gönguhópa, skíðafólk eða sleðamenn. Hægt er að fá gistingu allt árið og pantanir eru á annab@mi.is. Nánar á www.ferdafjordungur.is 

 

Gisting í boði

Grýtubakki 1 –  www.facebook.com/grytubakki-1  eða í síma 846 9699

Lómatjörn gisting – www.facebook.com/lomatjorn-gisting

Vellir Grenivík – www.facebook.com/vellir-gistihus s. 898-0848 / 861-5508