Opnun afréttarlanda

Séð út í Hvalvatnsfjörð, myndin er þó ekki alveg ný
Séð út í Hvalvatnsfjörð, myndin er þó ekki alveg ný

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu landbúnaðarnefndar um opnun afréttarlanda í sumar og er hún sem hér segir:

Leyfilegt er að sleppa fé í ógirt heimalönd 2. júní.

Leyfilegt er að sleppa fé á afrétt 6. júní.

Leyfilegt að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og skulu þau heimt eigi síðar en 31. ágúst.

Eftir hagstætt tíðarfar í vor er ástand gróðurs með albesta móti og opnun því fyrr en oft áður.