Ný heimasíða

Nú hefur ný heimasíða Grýtubakkahrepps verið tekin í gagnið.  Eldri heimasíða var barn síns tíma og stóðst ekki lengur lágmarkskröfur um netöryggi.

Nýja síðan er sett upp af Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri og jafnframt mun hugbúnaðargrunnur hennar uppfærast og fylgja þróuninni hjá þeim næstu árin. 

Það er von okkar að heimasíðan verði lifandi og gagnleg.  Óskað er eftir að íbúar, stofnanir og fyrirtæki verði dugleg að senda okkur fréttir, myndir og upplýsingar um viðburði.  Markmiðið er að heimasíðan nýtist íbúum sem dagleg upplýsingaveita og sem flestir hafi hana sem upphafssíðu á sínum tölvum.

Einnig á síðan að geta nýst íbúum í framtíðinni til að senda inn umsóknir um t.d. störf, leiguíbúðir ofl.  Íbúar eru líka hvattir til að koma á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum, um allt sem snýr að rekstri sveitarfélagsins, þjónustu og umhverfi.  Til að byrja með eru sérstaklega vel þegnar ábendingar um allt sem betur mætti fara á heimasíðunni, það kann að taka einhvern tíma að gera hana fullbúna og að því gagnlega tæki sem að er stefnt.

Jafnhliða hafa verið teknar í notkun síður fyrir Grenivíkurskóla og leikskólann Krummafót, en þær eru hluti af sama pakka frá Stefnu.  Loks er í vinnslu síða fyrir Sjóminjasafnið á Grenivík og fer hún vonandi einnig í loftið innan tíðar.