Niðurfelling gatnagerðargjalda af nýbyggingum á Grenivík

Nú er lag að byggja!
Nú er lag að byggja!

Sveitarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að nýta sérstaka heimild í 2. lið 6. greinar samþykktar um gatnagerðargjöld á Grenivík, til niðurfellingar gatnagerðargjalda.

Eftirfarandi bókun var gerð;

"Sveitarstjórn samþykkir að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld á óbyggðum lóðum við tilbúnar götur á Grenivík. Samþykkt þessi gildir út árið 2020, þ.e. miðað er við að byggingarframkvæmdir hefjist í síðasta lagi á árinu 2020. Samþykkt þessi tekur þegar gildi."

Sveitarstjórn vonar að þetta verði til að örva einkaaðila til framkvæmda, enda hefur verið viðvarandi skortur á íbúðarhúsnæði á Grenivík, en aðrir en sveitarfélagið haldið að sér höndum er kemur að húsbyggingum.