Losunaráætlun sorps 2026

Athugið að nú hefur 3ja tunnan bæst við hjá heimilum og plast fer í hana, pappír í eldri endurvinnslutunnu.  Endurvinnslutunnur eru nú losaðar á 8 vikna fresti, í fyrsta skipti 9. janúar.  Urðunarsorp og lífrænn úrgangur verður áfram sóttur hálfsmánaðarlega, enging breyting verður á því.  Sjá frétt um breytingar á sorphirðu hér.

Minnt er á grenndarstöðina bak við Grýtu (Jónsabúð) fyrir gler- og málmumbúðir og rafhlöður.

Tekið er á móti öðrum endurvinnsluefnum, sem og raftækjum, gleri, spilliefnum, dýrahræjum og úrgangi í stærra magni á gámasvæði hreppsins, án gjalds á opnunartímum.

Viðbótargámar eru á kostnað þess sem nýtir þá.

Losunaráætlun sorps 2026 má skoða hér.