Laust starf hjá Grýtubakkahreppi

Íþróttamiðstöðin á Grenivík
Íþróttamiðstöðin á Grenivík

Grýtubakkahreppur auglýsir laust starf,

Umsjónarmanns fasteigna Grýtubakkahrepps og Íþróttamiðstöðvarinnar á Grenivík.

Í starfinu felst m.a.;

Umsjón og eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins, gerð viðhaldsáætlana og eftirfylgni.

Umsjón með rekstri Íþróttamiðstöðvarinnar á Grenivík, og tjaldsvæðis.

Skipulagning og stjórnun starfa við Íþróttamiðstöðina á Grenivík.

Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana í samráði við sveitarstjóra.

Hæfni, reynsla og þekking sem getur komið að notum er m.a.;

Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum

Iðnmenntun og þekking á fasteignum og tæknibúnaði

Grunnfærni í tölvunotkun

Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi

Lipurð og hæfni í samskiptum

 

Launakjör skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélga.

Næsti yfirmaður er sveitarstjóri sem gefur nánari upplýsingar á skrifstofu Grýtubakkahrepps eða í síma 414 5400.  Meðan skrifstofan er lokuð gefur oddviti upplýsingar, s. 464 8400.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Grýtubakkahrepps eða á netfangið sveitarstjori@grenivik.is eigi síðar en 31. júlí 2019.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Grýtubakkahreppur vinnur eftir jafnréttisáætlun og eru konur hvattar til að sækja um störf hjá hreppnum ekki síður en karlar.

Sveitarstjóri