Kvennafrí 2023

Tvær ómissandi á Grenilundi
Tvær ómissandi á Grenilundi

Konur víða um land lögðu niður störf í dag, einnig hér á Grenivík.

Sveitarstjórn styður baráttuna heils hugar og stendur við bakið á sínum konum.  Halda þær launum í verkfallinu.

Áhrif voru veruleg á starfsemi stofnana sveitarfélagsins, mest á leikskólanum Krummafæti sem var lokaður í dag. 

Tveir karlmenn stóðu vaktina í Grenivíkurskóla og voru með börn á yngsta stigi fram að hádegi, en að öðru leyti lagðist kennsla af í dag.

Ekki er hægt að stöðva starfsemi á Grenilundi frekar en aðra daga, þar var boðið upp á viðeigandi tertur með kaffinu. #ómissandi