Krummafótur með verðlaunamyndband

Dagur leikskólans var föstudaginn 5. febrúar.  Í tengslum við hann var haldin tónlistarmyndbandakeppni leikskólanna og sendi Krummafótur tónlistarmyndband í keppnina ásamt um 30 öðrum.  Veitt voru verðlaun fyrir besta myndbandið, skemmtilegasta myndbandið og frumlegasta myndbandið en í dómnefnd voru þau Bibbi í Skálmöld, Saga Garðarsdóttir og Salka Sól.  Krummafótur sló í gegn og hlaut verðlaun fyrir skemmtilegasta myndbandið, en það heitir „Riddaralagið“.

Við óskum börnunum á Krummafæti innilega til hamingju með frábæra frammistöðu, sem og starfsmönnum, en Þau Bjarni og Síssa höfðu veg og vanda af gerð myndbandsins.

Sjón er sögu ríkari og slóðin til að skoða myndbandið er:  https://vimeo.com/151650463