Kórsöngur gleður andann

Vetrarstarf kirkjukórs Laufás- og Grenivíkursóknar er nú hafið. Búið er að dusta rykið af jólalögunum og nýbyrjað að æfa fyrir aðventuna. Kóræfingar eru vikulega á þriðjudagskvöldum kl. 20 en kórinn æfir með kirkjukór Svalbarðssóknar, til skiptis í Gamla Skóla á Grenivík og á Svalbarðsströnd. Söngfólk vantar nú í allar raddir. 

Eru ekki einhverjir áhugasamir sem langar að slást í hópinn? Þeim er bent á að hafa samband sem fyrst við kórstjórann Petru Björk Pálsdóttur í gsm 892 3154. Næsta æfing verður í Svalbarðskirkju þriðudagskvöldið 18. október kl. 20.