- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Íbúð til sölu
Grýtubakkahreppur auglýsir hér með til sölu raðhúsíbúðina:
Túngötu 7A, fnr. 216-0974, 3ja herbergja, 86,5 fm.
Byggingarár; 1976
Fasteignamat; kr. 31.550.000,-
Brunabótamat; kr. 49.050.000,-
Á slóðinni https://www.map.is/eyjafjordur/ er hægt að skoða aðaluppdrátt hússins, með því að haka við [teikningar af byggingum] og þysja inn á íbúðina.
Íbúðin er laus til afhendingar við sölu. Bjóðendum er bent á að íbúðin er farin að eldast og þarfnast viðhalds. Því rétt að kynna sér ástand hennar sérlega vel áður en boðið er. Ekki verður tekið við tilboðum með fyrirvörum, öðrum en hefðbundnum fyrirvara um fjármögnun.
Áhugasamir hafi samband við Stefán Hrafn umsjónarmann fasteigna Grýtubakkahrepps eða sveitarstjóra, sem gefa allar frekari upplýsingar. Stefán mun sýna áhugasömum íbúðina á tilboðstímanum (þó ekki 21. og 22. ágúst).
Tilboð í íbúðina skulu berast á skrifstofu hreppsins eigi síðar en 1. september n.k. kl. 15:00, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboð skal gilda að lágmarki í 2 vikur.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Grenivík, 14. ágúst 2025,
Sveitarstjóri