Íbúafundur 28. apríl kl. 17:00

Íbúafundur verður haldinn í matsal Grenivíkurskóla, fimmtudaginn 28. apríl 2022.  Fundurinn hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

  1. Sveitarstjóri fer yfir rekstur og fjárhag, framkvæmdir og fjárfestingar.
  2. Björgvin Björgvinsson segir frá gangi mála við uppbyggingu Höfði Lodge á Skælunni.
  3. Árni Ólafsson arkitekt og skipulagshönnuður, kynnir drög að skipulagi nýs hverfis í brekkunni gengt gamla skóla.

Allir velkomnir.