Húsnæði til leigu - veitingarekstur

Sænes ehf. auglýsir til leigu húsnæði að Túngötu 1 - 3 (Grýtu).  Húsnæðið er útbúið og hentar fyrir veitingarekstur og var Kontorinn veitingahús rekið þar áður.  Með fylgir ýmis búnaður, s.s. eldhústæki, borð og stólar ofl.

Stærð húsnæðisins er 138 fermetrar, leiguverð hefur verið miðað við um 1.350 kr./fm., eða um kr. 187.000,- á mánuði auk VSK.

Húsnæðið er laust.

Hér býðst duglegum og áhugasömum tækifæri til að hefja veitingarekstur með lágmarks tilkostnaði.

Allar upplýsingar veitir Jóhann í síma 892 7188.