Hreinsunardagur 6. maí

Við ætlum að tína rusl á laugardaginn, 6. maí.  Hægt verður að grípa poka við dyrnar á Jónsabúð frá kl. 9:00 um morguninn.  Ruslapokunum má síðan skila að lokinni tínslu, í gámaskotið bak við Jónsabúð eða á planið austan við Svalbarð.

Þeim sem mæta í tínsluna, er boðið upp á kaffi og kleinur á Kontórnum á eftir, milli kl. 11:00 og 12:00, safi fyrir börnin.

Allir út að tína svo það verði fínt og snyrtilegt hjá okkur í sumar!